Yoda hvítvoðungur setur internetið á hliðina

Mynd með færslu
 Mynd: disney

Yoda hvítvoðungur setur internetið á hliðina

21.11.2019 - 13:59
Hinn göfugi vitringur Yoda hefur alla tíð verið ein eftirminnilegasta persóna Star Wars kvikmyndabálksins en ný birtingarmynd hans í sjónvarpsþáttunum Mandalorian hefur bókstaflega sett allt á annan endann hjá aðdáendum. Hann er svo sætur!

Græni krumpaði stubburinn hefur svo sem alltaf gefið af sér góðan þokka en í nýjum sjónvarpsþáttum á efnisveitunni Disney+ kemur Yoda fram sem agnarsmár hvítvoðungur. 

Þættirnir segja ekki hina klassísku sögu af baráttu jedi riddara og sitha en kafar þess í stað dýpra ofan í Star Wars heiminn en eins og gefur auga leið er heil vetrarbraut uppspretta endalausra sagna. 

Það er þó ekki algjörlega öruggt að þetta sé hinn upprunalegi Yoda, hvort hann er endurfæddur eða afkvæmi persónunnar sem við þekkjum sem Yoda. Þættirnir gerast sjö árum eftir að kvikmyndin Return of the Jedi gerist en kvikmyndin kom út árið 1983 og er sjötta myndin í níleiknum. Yoda eins og við þekkjum hann er því löngu fæddur þegar þættirnir eiga að gerast. 

Í fyrsta þætti þáttaraðarinnar kemur þó fram að mandaloríski hausaveiðarinn er á eftir smábarninu. 

En við viljum ekki skemma of mikið fyrir spenntum aðdáendum og verðandi aðdaéndum Yoda. Viðbrögðin á internetinu hafa ekki látið á sér standa enda verður að segjast alveg eins og er að þessi nýja dularfulla persóna er líklega það sætasta sem komið hefur fram í sjónvarpi lengi!

 

 

Í tilefni þess að síðasta myndin í níleiknum er væntanleg um jólin er hlaðvarpsserían Hans Óli skaut fyrst frá RÚV núll nú aðgengileg á öllum betri hlaðvarpsveitum. Hlustaðu á þáttaröðina hér. 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Vildi gera geimóperu en endaði á að gera Star Wars