Yfirvöld í Hong Kong útdeila peningum

26.02.2020 - 08:47
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína · Kórónaveiran
epa08248145 People wear face masks in Mongkok, Hong Kong, China, 25 February 2020 (issued 26 February 2020). Hong Kong has gone from invoking a colonial-era Emergency Regulations Ordinance to implement the Prohibition on Face Covering Regulation (PFCR), an anti-mask law in response to the ongoing protests of 2019, to a city where almost everybody wears face masks, fearing the Covid-19 epidemic.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
Götumynd frá Hong Kong. Mynd: EPA-EFE - EPA
Um sjö milljónir íbúa Hong Kong átján ára og eldri fá jafnvirði um 165.000 krónur hver frá yfirvöldum, en það er liður umfangsmiklum aðgerðum til að örva þar efnahagslíf.

Þá verður húsaleiga hjá hinu opinbera lækkuð, sem og eignaskattar, en áður höfðu yfirvöld boðað stuðning við ýmis fyrirtæki og ferðaþjónustuaðila.

Mikil ólga og mótmæli undanfarna mánuði og viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna hafa bitnað á efnahag Hong Kong og ekki bætti úr skák kórónaveirufaraldurinn.

Í Hong Kong hafa meira en 80 smitast af COVID-19 kórónaveirunni, en tveir hafa látist af hennar völdum.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV