Thomas Borgen, fyrrverandi bankastjóri Danske Bank, var í gær ákærður fyrir að hafa átt aðild að peningaþvætti sem stundað var á árum áður í útibúi bankans í Tallinn í Eistlandi. Að sögn danskra fjölmiðla var húsleit gerð heima hjá honum vegna rannsóknar á fjármálamisferlinu.