Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Yfirmenn Danske Bank grunaðir um peningaþvætti

08.05.2019 - 14:58
epa07031648 Thomas F. Borgen, who resigned as CEO of Danske Bank (C) on the day, sits together with Ole Andersen, chairman of the board (L) and Carol Sergeant (R), vice chairman of the board, during a press conference about the money laundering scandal in the bank, at the Tivoli Congress Center in Copenhagen, Denmark, 19 September 2018. Borgen has resigned on the day as a result of an alleged money laundering via the bank's branch in Estonia, media reported.  EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN  DENMARK OUT
Thomas Borgen, fyrrverandi bankastjóri Danske Bank. Mynd: EPA-EFE - Ritzau-Scanpix
Thomas Borgen, fyrrverandi bankastjóri Danske Bank, var í gær ákærður fyrir að hafa átt aðild að peningaþvætti sem stundað var á árum áður í útibúi bankans í Tallinn í Eistlandi. Að sögn danskra fjölmiðla var húsleit gerð heima hjá honum vegna rannsóknar á fjármálamisferlinu.

Þá var greint frá því í dag að lögregla hefði leitað sönnunargagna heima hjá tíu fyrrvernadi yfirmönnum í bankanum. Þeir eiga ákærur yfir höfði sér.

Talið er að um sex þúsund viðskiptavinir Danske Bank í Eistlandi tengist peningaþvættinu. Misferlið var framið á árunum 2007 til 2015. Jafnvirði 28 þúsund milljarða króna fór gegnum útibúið í Tallinn á þessu tímabili. Líklegt þykir að stór hluti þess fjár tengist peningaþvætti.

Fyrr á þessu ári skipaði fjármálaeftirlitið í Eistlandi Danske Bank að loka útibúinu þar í landi. Stjórnendur bankans fengu átta mánaða frest til að ganga frá lokuninni.