Yfirgnæfandi líkur á sigri Ólafs

29.06.2012 - 21:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir yfirgnæfandi líkur á að Ólafur Ragnar Grímsson haldi velli í forsetakosningunum á morgun. Meginumhugsunarefnið sé þó gjörbreyttur stuðningshópur Ólafs Ragnars, frá því hann var fyrst kjörinn forseti.

„Þetta er svo mikill munur að það er afskaplega ólíklegt annað heldur en að Ólafur Ragnar vinni þessar kosningar. Það er að vísu ennþá ákveðnir óvissuþættir. Eins og til að mynda gæti kjörsóknin hugsanlega verið breytileg eftir hópum. En breytingarnar frá könnuninni þurfa að vera svo miklar til þess að hann verði ekki efstur að líkurnar á því að hann vinni eru yfirgnæfandi.“

Ólafur segir fátt hafa komið á óvart í niðurstöðum könnunarinnar.

„Maður tekur þó eftir því að Ólafur er sterkastur meðal yngsta aldurshópsins, fólk sem er innan við þrítugt. En síðan er það, eins og menn hafa reyndar séð áður, meginumhugsunarefnið að ef þú skoða pólitískan lit stuðningamannanna þá hefur hann algjörlega skipt um prófíl síðan 1996, þá fékk hann megin hluta síns fylgis frá vinstri. Nú fær hann tvo þriðju af atkvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna.“

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi