Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Yfir hundrað mótmæltu á Austurvelli

27.01.2019 - 14:43
Mynd með færslu
 Mynd:
Yfir hundrað manns mættu á Austurvöll klukkan 14 þar sem framgöngu þeirra sex þingmanna sem heyrast á Klaustur-upptökunum var mótmælt. „Siðleysi þingmanna er ekki liðið, spillingin er ekki liðin,“ sagði í færslu á Facebook-síðu mótmælanna.„Sýnið a.m.k örlita virðingu fyrir Alþingi og hypjið ykkur af þingi.“ Meðal þeirra sem tóku til máls voru Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, og Bára Halldórsdóttir sem tók upp samtal þingmannanna á vínveitingastaðnum Klaustri.

Tveir þingmenn sem höfðu verið í leyfi frá þingstörfum eftir að málið kom upp sneru aftur til starfa í vikunni, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson.  

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV