Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Yfir 40 mál á dagskrá

18.03.2013 - 07:09
Mynd með færslu
 Mynd:
Fundur á Alþingi er boðaður klukkan 10 fyrir hádegi í dag en samkvæmt starfsáætlun þingsins átti að fresta fundum á föstudag. Á dagskrá í dag er 41 mál.

Þar á meðal eru frumvarp til heildarlaga um náttúruvernd sem og frumvörp um fjölmiðla, Þjóðminjasafnið, byggingu Landspítala og kísilver í landi Bakka. Hvort og þá hvenær hægt verður að semja um þinglok er enn óljóst.

Fundurinn hefst á óundirbúnum fyrirspurnum þingmanna til ráðherra og að lokinni atkvæðagreiðslu um neytendalán tekur við önnur umræða um frumvarp og tillögu formanna stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar í stjórnarskrármálinu. 

Þau mál hafa flutningsmenn kallað málamiðlun í stjórnarskrármálinu þannig að því verði lokið á næsta kjörtímabili. Nýjar vendingar urðu á því máli á fimmtudag þegar Margrét Tryggvadóttir lagði fram breytingartillögu en hún er í raun tillaga meirihluta stjórnskipunarnefndar að nýrri stjórnarskrá og hafa sumir kallað krók Margrétar á móti bragði.