
Yfir 1700 staðir ljósleiðaravæddir næstu 3 ár
Ísland ljóstengt hófst árið 2016 og þetta er fjórða úthlutun Fjarskiptasjóðs og verur fjármagnið nýtt til tenginga á þessu ári og tveimur næstu, með fyrirvara um fjárlög. Enn fleiri hús sem ekki eru styrkhæf verði tengd í leiðinni, svo sem sumarbústaðir. Hæsti styrkurinn fer til Borgarbyggðar sem fær tæpar 527 milljónir til að tengja 440 bæi. Styrkurinn skiptist í byggðastyrk frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og samvinnustyrk frá Fjarskiptasjóði. Til að fá hann þurfa sveitarfélög og notendur sjálfir að greiða samtals minnst hálfa milljón í mótframlag fyrir hvern tengdan stað. Fljótsdalshérað fær næst hæstu styrkina 233 milljónir til að tengja næstum 300 byggingar og Bláskógabyggð samtals 147 milljónir til að tengja 230 staði.
Á vef ráðuneytisins segir að nú sé búið að semja um hátt í 6000 tengingar 5.750. Hlutfall styrkhæfra bygginga sem tengdar verða í verkefninu öllu stefni í að verða vel yfir 90%.
Sveitarfélag Frá Fjarskiptasjóði Byggðastyrkur Tengingar
Bláskógabyggð 132.929.032 14.000.000 230
Bolungarvíkur 3.440.000 11
Borgarbyggð 506.600.000 20.000.000 440
Dalabyggð 17.100.000 12.000.000 20
Fjarðabyggð 13.000.0000 0
Fljótsdalshérað 213.075.289 20.000.000 294
Flóahreppur 32.160.000 67
Hrunamannahr. 32.438.710 81
Húnaþing vestra 58.400.000 10.000.000 57
Ísafjarðarbær 14.577.672 10.000.000 26
Langanesbyggð 10.100.000 10.000.000 14
Mosfellsbær 10.960.000 22
Norðurþing 32.679.132 61
Reykhólahreppur 8.640.000 12
Reykjavíkurborg 48.960.000 131
Skaftárhreppur 17.700.000 8.000.000 22
Strandabyggð 2.800.000 2.000.000 2
Súðavíkurhreppur 5.520.000 3.000.000 6
Árborg 28.080.000 26
Hornafjörður 30.400.000 17.000.000 39
Skagafjörður 70.781.800 10.000.000 88
Tálknafjarðarhr. 3.240.800 11
Vesturbyggð 40.800.000 5.000.000 42
Samtals 1.321.382.435 154.000.000 1.702