Yfir 11 þúsund manns látnir af Covid 19

21.03.2020 - 12:22
epa08311379 A man carries his luggage during a rainfall in downtown Madrid, 21 March 2020. Spain faces the seventh day of national lockdown in an effort to slow down the spread of the pandemic COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus. According to the latest figures provided by the health ministry, there are at least 21,570 confirmed coronavirus infections throughout Spain, while 1,095 people have died so far in the Mediterranean country.  EPA-EFE/KIKO HUESCA
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Yfir 11 þúsund manns hafa nú látist af völdum Covid 19 sjúkdómsins. Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa nánast komið á útgöngubanni á sama tíma brátt þarf fimmti hver Bandaríkjamaður að halda sig að mestu heima. Ítalir hafa lokað almenningsgörðum.

Nú hafa yfir 275 þúsund manns greinst með veiruna í heiminum, ríflega 11 þúsund látist og um 92 hafa náð sér af sjúkdómnum.  Spánverjar tilkynntu í morgun að 324 hefðu látist í gær, og þar með hafa alls 1.326 látist þar í landi af völdum veirunnar.

Á Ítalíu, þar sem veiran leikur fólk verst þessa dagana, tóku gildi í morgun enn hertari reglur fyrir útivist. Nú hefur verið ákveðið að loka öllum almenningsgörðum. Ef menn vilja hreyfa sig má aðeins gera það í nágrenni við heimili sitt.

Söfnuðust saman á ströndinni

Víða í Evrópu var fámennt á götum, til að mynda í Bretlandi þar sem Boris Johnson forsætisráðherra fyrirskipaði í gær að börum og skemmtistöðum yrði lokað. En þannig hefur það ekki verið alls staðar. Fjöldi manns, einkum ungt fólk, safnaðist til að mynda saman á Bondi ströndinni í Ástralíu í vikunni en þar hafa samkomur með fleiri en fimm hundruð manns verið bannaðar. Fólk mótmælti samkomubanninu í fjölmiðlum en stjórnvöld svörðuðu því með því að loka ströndinni, og fleiri stöðum þar sem vinsælt er alla jafna að synda í sjónum.
Svo vill til að Thedros Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, beindi orðum sínum sérstaklega til ungs fólks á blaðamannafundi í gær. „Þið eruð ekki ósigrandi. Veiran gæti lagt ykkur á spítala í viku, jafnvel drepið ykkur. Þó að þið veikist ekki gætu valkostir ykkar verið lífsspursmál fyrir einhvern annan.“ Hann sagðist svo ánægður með að unga fólkið væri að breiða út þennan boðskap, en ekki veiruna.

Útgöngubann í þremur stærstu borgum Bandaríkjanna

Í Bandaríkjunum hafa ríkin Illinois, New York, New Jersey, Connecticut, Pennsylvanía og Nevada fylgt fordæmi Kaliforníu og fyrirskipað fólki að halda sig heima nema til að kaupa nauðsynjar. Þannig er því ástatt í þremur stærstu borgum Bandaríkjanna - New York, Los Angeles og Chicago. Búist er við að Oregon fylgi fljótlega í kjölfarið og þá verður nærri fimmti hver Bandaríkjamaður í þessu hálfgerða útgöngubanni. Um tvö hundruð og sextíu manns hafa látist af völdum veirunnar þar, og hátt í tuttugu þúsund greinst, þar af um þriðjungur þeirra í New York fylki. 

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi