Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Yfir 1.000 hafa dáið í ebólufaraldri í Kongó

epa06758268 People buy food from vendors in Mbandaka, north-western Democratic Republic of the Congo, 22 May 2018 (issued 23 May 2018).  Local residents are eating monkey meat and other bush meats that are believed to spread Ebola virus despite warnings by expert to avoid consuming such meats. Two more people have died of Ebola, the Congolese authority said on 22 May. One of the deaths occured in Mbandaka, while another died in the village of Bikoro, where the outbreak was first announced in early May. The new outbreak of Ebola has killed 27 people in the Democratic Republic of the Congo since April.  EPA-EFE/STR
 Mynd: epa
Yfir 1.000 manns hafa nú dáið af völdum ebólusýkingar í faraldri sem hefur geisað í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó síðan í ágúst í fyrra. Heilbrigðisyfirvöld í Kinshasa tilkynntu þetta í gær. Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins segir að borist hafi fregnir af 14 dauðsföllum af völdum ebólu á síðustu dögum og þar með sé staðfestur fjöldi látinna orðinn 1.008. Yfir 1.450 smit hafa verið staðfest, þar af 126 í síðustu viku.

Aldrei áður hafa svo mörg smit verið staðfest á svo skömmum tíma í þessum faraldri, sem er sá næst-mannskæðasti frá upphafi.

Talskona heilbrigðisráðuneytisins, Jessica Ilunga, segir að einkum megi rekja þessa miklu fjölgun til hins ótrygga ástands sem ríkir í landinu, en ítrekað hefur verið ráðist á starfsfólk Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og heilbrigðisyfirvalda sem freista þess að hamla gegn útbreiðslu sóttarinnar með bólusetningum og öðrum smitvörnum. Mikið og útbreitt vantraust ríki hvort tveggja í garð yfirvalda og bólusetninga á þeim svæðum sem sóttin herjar sem harðast á.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV