Fyrsta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur verið staðfest í Finnlandi. Kínverskur ferðamaður hefur verið settur í einangrun á héraðssjúkrahúsinu í Lapplandi. Að sögn fréttastofu finnska ríkisútvarpsins YLE er hann frá borginni Wuhan þar sem veiran er upprunnin.