Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Wuhan-veiran greind í Finnlandi

29.01.2020 - 16:21
epa08159363 A general view of the hospital in Ivalo, northern Finnish Lapland region, Finland 24 January 2020. Reports state two tourists, a father and a son that arrived to Ivalo in Finland from Wuhan in China have sought medical advise after feeling ill with symptoms similar to influenza. The two have been isolated together with the mother of same family amid suspicion they may carry the coronavirus. Authorities have sent test samples to capital Helsinki and expect to have results later in the evening. The Lapland region in Finland is popular among Asian tourists.  EPA-EFE/JUHA KAUPPINEN
Sjúkrahúsið í Ivalo í Lapplandi. Mynd: EPA-EFE - Compic
Fyrsta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur verið staðfest í Finnlandi. Kínverskur ferðamaður hefur verið settur í einangrun á héraðssjúkrahúsinu í Lapplandi. Að sögn fréttastofu finnska ríkisútvarpsins YLE er hann frá borginni Wuhan þar sem veiran er upprunnin.

Alls eru fimmtán manns undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks í Finnlandi um þessar mundir vegna gruns um að hafa smitast af veirunni. Búið er að skipuleggja aðgerðir ef í ljós kemur að fleiri eiga á hættu að veikjast. Haft er eftir Mika Salminen, yfirmanni finnsku heilsu- og velferðarstofnunarinnar THL, að viðbúið hafi verið að veiran ætti eftir að berast til Finnlands. Hins vegar sé talin lítil hætta á að hún breiðist út.