Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Wu-Tang-rappari segir Björk vanmetna

Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons

Wu-Tang-rappari segir Björk vanmetna

13.11.2018 - 19:11

Höfundar

Rapparinn GZA, eða Genius, úr fornfrægu rappsveitinni Wu-Tang Clan segir að Björk Guðmundsdóttir sé vanmetin og hann sé mikill aðdáandi hennar.

Það gerir hann í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork þar sem hann leggur mat á hvort að hin og þessi fyrirbæri séu of- eða vanmetin. „Hún er svo svalur listamaður. Gerir frábæra tónlist og ég fíla fullt af henni.“ Þá segist hann einnig hafa séð hana flytja tónlist sína á tónleikum oftar en einu sinni og enginn verði svikinn af því. „Sumir eiga erfitt með að bera nafnið hennar fram. En hún er töff, hún er vanmetin,“ segir hann í myndbandinu.

GZA, eða Genius, snillingurinn, var einn af stofnendum Wu-Tang Clan og er frændi leiðtogans RZA. Hann var í stóru hlutverki á fyrstu breiðskífu klíkunnar, Enter The Wu Tang, og sólóplata hans Liquid Swords frá 1995 hefur víða ratað á lista yfir bestu rappplötur sögunnar eða bestu plötur tíunda áratugarins. Í viðtalinu segir hann meðal annars býflugur og grænmetishamborgara White Castle vera vanmetin, en fram kemur að hann hafi hætt kjötáti fyrir nokkru síðan og hvetji aðra til að gera slíkt hið sama. Hann segir hins vegar kvalalostakynlíf ofmetið. „Ég gæti ekki einu sinni horft á svoleiðis. Það er of skrýtið,“ segir rapparinn snjalli.

Wu-Tang komu fram í spjallþætti Jimmy Kimmels á dögunum af tilefni 25 ára afmæli þeirra fyrstu plötu, Enter The Wu-Tang (36 Chambers)

Tengdar fréttir

Menningarefni

George Lucas styrkir útgáfu á kvikmynd Bjarkar

Menningarefni

Björk setur þakíbúð sína í Brooklyn á sölu

Tónlist

Björk spilar í sjónvarpi í fyrsta sinn í 8 ár