Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Wilmes forsætisráðherra fyrst kvenna í Belgíu

27.10.2019 - 06:23
epa05963121 Belgian Minister of the Budget, responsible for the National Lottery Sophie Wilmes attends an Extraordinary Council of Ministers at the Val Duchesse in Brussels, Belgium, 14 May 2017. The meeting was on security and justice.  EPA/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA
Sophie Wilmes verður fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra í Belgíu. Hún tekur við af núverandi forsætisráðherra, Charles Michel, sem verður formaður leiðtogaráðs Evrópusambandsins 1. desember.

Michel greindi frá því í gær að hann ætli að víkja úr embætti forsætisráðherra í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar.  Wilmes verður svarin í embætti af Filippusi konungi á næstu dögum.

Michel hefur leitt starfsstjórn í Belgíu eftir að ríkisstjórn hans sprakk í desember í fyrra. Ekki hefur tekist að mynda nýja stjórn eftir þingkosningar í maí.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV