Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Willum sækist einn eftir fyrsta sætinu

Mynd með færslu
Willum Þór Þórsson þjálfari KR og þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd: Fréttastofa - RÚV
Stillt verður upp á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og Willum Þór Þórsson hefur einn gefið kost á sér til að leiða listann. Uppstillingin var ákveðin á aukakjördæmisþingi flokksins í Kópavogi í kvöld, að því er segir í tilkynningu frá formanni kjördæmissambands flokksins. Til stendur að leggja fullbúinn framboðslista fram til samþykktar eftir eina viku.

Í tilkynningunni segir að Willum Þór hafi verið ákaft fagnað á fundinum. Fleiri hafi þar tilkynnt um framboð en þó enginn annar í 1. sætið. Willum hefur undanfarið ár þjálfað karlalið KR í fótbolta en lýsti því yfir í dag að hann hygðist hætta því og fara í framboð.