Warner Bros nýtir sér velgengni Hildar með tónleikaferð

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/samsett mynd

Warner Bros nýtir sér velgengni Hildar með tónleikaferð

04.02.2020 - 10:17

Höfundar

Kvikmyndafyrirtækið Warner Bros hefur ákveðið að fara í tónleikaferð um heiminn með tónlist Hildar Guðnadóttur úr kvikmyndinni Joker. Hljómsveit mun leika tónlist Hildar á meðan myndin er sýnd. Fyrstu tónleikarnir verða í Lundúnum í lok apríl.

Þetta kemur fram á vef Deadline.

Hildur hlaut á sunnudag bresku Bafta-verðlaunin fyrir tónlist sína og er spáð sigri á Óskarsverðlaunahátíðinni sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV á sunnudagskvöld. Þá vann hún einnig Golden Globe-verðlaunin fyrir tónverkið.

Fyrstu tónleikarnir verða á Bretlandi en síðan er reiknað með frekara tónleikahaldi á meginlandi Evrópu og um allan heim.  „Ég er ótrúlega spennt að sjá og heyra Joker í kvikmyndahúsi með undirspili sinfóníuhljómsveitar,“ hefur Deadline eftir Hildi.

„Þetta verður frábær leið fyrir áhorfendur að geta upplifað þessa sterku tónlist Hildar og um leið séð hvernig Joaquin Phoenix túlkar brjálæðið sem færist yfir Arthur í myndinni,“ segir Todd Phillips, leikstjóri Joker, í samtali við Deadline. Phoenix er talinn líklegur til að fá Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Hildur Guðnadóttir með „sjö fingur“ á Óskarsstyttunni

Tónlist

Hildur Guðnadóttir í fríðu föruneyti Óskarsbiðla

Tónlist

Hildur Guðnadóttir: „Ég er ekki alveg búin að átta mig“

Tónlist

Hildur Guðnadóttir verðlaunuð af gagnrýnendum