Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Walmart auglýsir ekki ofbeldisfulla tölvuleiki

09.08.2019 - 15:41
epaselect epa07759591 Three Walmart employees pause while visiting the make shift memorial after the mass shooting that happened at a Walmart in El Paso, Texas, USA, 06 August 2019. Twenty two people were killed and 26 injured during a mass shooting at the Walmart on 03 August 2019. Prosecutors said they will seek the death penalty against Patrick Crusius, a 21-year-old man, accused of the mass shooting.  EPA-EFE/LARRY W. SMITH
Starfsmenn Walmart minnast fórnarlamba í El Paso. Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríski verslunarrisinn Walmart ætlar að fjarlægja allar auglýsingar fyrir ofbeldisfulla tölvuleiki og kvikmyndir. Fyrirtækið hefur ekki í hyggju að hætta sölu skotvopna.

Í skotárás í verslun Walmart í El Paso í síðustu viku létust 22 og 24 særðust, þar af margir alvarlega. Nokkrum dögum fyrr myrti byssumaður tvo starfsmenn fyrirtækisins í Mississippi og fyrrverandi starfsmaður var handtekinn grunaður um verknaðinn.

Starfsfólk Walmart í San Bruno í Kaliforníu mótmælti því á miðvikudag að skotvopn verði áfram seld í verslunum þess. Um 40 starfsmenn gengu út af vinnustaðnum og héldu 15 mínútna þagnarstund til minningar um fórnarlömb árásanna.

Einn stærsti vopnasali Bandaríkjanna

Walmart selur byssur í um helmingi verslana sinna í Bandaríkjunum sem eru tæplega fimm þúsund talsins og einn stærsti seljandi vopna þar í landi. Kate Kesner, starfsmaður Walmart í San Bruno, segir afar kaldhæðnislegt að fyrirtækið ætli sér að halda áfram vopnasölu þrátt fyrir „stöðugar skotárásir“ í verslunum þess. Skipuleggjendur mótmælanna hafa hrundið á stað undirskriftasöfnun og um 53 þúsund hafa skrifað undir.

Forstjóri Walmart sagði fyrr í vikunni að viðbrögð þess við árásunum yrðu tillitssamar og varfærnar. Að sögn talskonu Walmart var ákvörðunin um að fjarlægja auglýsingar af virðingu við fórnarlömb árásanna tveggja. Ekki verða þó gerðar breytingar á vöruúrvali í verslunum.

Starfsfólk efins

Samkvæmt minnisblaði sem fjölmiðlar vestanhafs hafa undir höndum verður hætt að kynna fyrstu og þriðju persónu skotleiki, engar ofbeldisfullar kvikmyndir sýndar í sjónvörpum í verslunum og engin myndskeið af veiði sýnd í veiðideildum.

Sumir starfsmenn fyrirtækisins hafa lýst efasemdum með þessa ákvörðun og á spjallborði þeirra sagði einn að það væri tilgangslaust að hætta að auglýsa ofbeldisfulla tölvuleiki og kvikmyndir en selja áfram skotvopn.

Walmart hætti að selja skammbyssur árið 1993 og fyrir fjórum árum hætti það að selja árásarvopn líkt og þeim sem beitt var við árásirnar tvær í verslunum þess. Í fyrra hækkaði það lágmarksaldur til að kaupa skotvopn úr 18 árum í 21 ár eftir skotárás í Parkland-skólanum í Flórída. Þar létust 17 og jafn mörg særðust.

epa07760680 A man and woman stand together in silence at the makeshift memorial after the mass shooting that happened at a Walmart in El Paso, Texas, USA, 07 August 2019. Twenty two people were killed and 26 injured during a mass shooting at the Walmart on 03 August 2019. Prosecutors said they will seek the death penalty against Patrick Crusius, a 21-year-old man, accused of the mass shooting.  EPA-EFE/LARRY W. SMITH
 Mynd: EPA-EFE - EPA