Aleksandar Vucic, forsætisráðherra Serbíu, sigraði örugglega í forsetakosningunum í landinu í gær. Hann hlaut hreinan meirihluta, svo ekki þarf að kjósa öðru sinni.
Í morgun, þegar búið var að telja 92 prósent atkvæða var Vucic með 55 prósent atkvæða. Í öðru sæti var Sasa Jankovic, umboðsmaður serbnesku þjóðarinnar, með 16 prósent. Aðrir frambjóðendur voru með minna en 10 prósent. Kjörsókn vær tæplega 55 prósent.
Vucic tekur við embætti 31. maí, en hann leysir af hólmi flokksbróður sinn í Serbneska framfaraflokknum, Tomislav Nikolic, sem hefur verið forseti Serbíu síðan 2012.