„Hugur okkar allra er hjá frönsku þjóðinni, íbúum Parísarborgar, fórnarlömbum árásarinnar, ættingjum þeirra og vinum“, segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, um voðaverkin í París í gær.
Borgarstjóri sendi í dag fyrir hönd höfuðborgarbúa samúðarskeyti til Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar og Francois Hollande forseta þar sem árásirnar eru harmaðar.
Þjóðfánar Frakklands og Íslands voru í morgun dregnir í hálfa stöng við Ráðhús Reykjavíkur, sem í kvöld verður lýst í fánalitum.