Voru í kjólum við setningu Eurovision

Mynd með færslu
 Mynd:

Voru í kjólum við setningu Eurovision

04.05.2014 - 23:02
Óhætt er að segja að Pollapönk hafi vakið mikla athygli þegar Eurovision hátíðin var sett með formlegum hætti í kvöld. Þeir klæddust litríkum kjólum og voru lengi að komast niður rauðadregilinn vegna viðtals- og ljósmyndaóska. Tilgangurinn með klæðnaðinum var að vekja athygli á misrétti gegn konum.

Arnar Gíslason trommari (bleiki polli) sagði að það ætti ekki að líðast að konur fengju ekki sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu og því þyrfti að breyta.  Bróðir hans Haraldur (rauði polli) bætti við að konur hefðu í langan tíma þurft að berjast fyrir því að vera í buxum og þeir vildu berjast fyrir því að karlar mættu vera í kjólum, ef þeir vildu.

Setningarathöfnin var í Ráðhúsi Kaupmannahafnar og voru gestir boðnir velkomnir af borgarstjóranum og útvarpsstjóra danska sjónvarpsins.

Tengdar fréttir

Innlent

Eurovision hátíðin formlega sett í kvöld

Menningarefni

Pollapönkarar í upptöku hjá BBC

Eurovision-sviðið er tilbúið