Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vopnahlé í Hodeida á miðnætti

17.12.2018 - 10:03
epa04446305 Members of the Shiite Houthi militias patrol a street in Sana?a, Yemen, 14 October 2014. According to media reports the Shiite Houthi movement have not only retained control of their checkpoints in Sana'a despite a ceasfire argreement
Liðsmenn Hútí-fylkingarinnar í Jemen. Mynd: EPA
Vopnahlé, sem lýst hefur verið yfir í hafnarborginni Hodeida í Jemen og nágrenni hennar, gengur í gildi á miðnætti. Stríðandi fylkingar í landinu náðu samkomulagi um það í síðustu viku fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Uppreisnarhreyfing húta hefur borgina á valdi sínu.

Harðir bardagar hafa geisað um Hodeida að undanförnu. Hún er við strönd Rauðahafsins og er mikilvægasta hafnarborgin í Jemen. Samkvæmt samkomulaginu sem náðist á fundi í Svíþjóð taka Sameinuðu þjóðirnar við stjórn borgarinnar að mestu leyti til þess meðal annars að tryggja aðgengi hjálparsamtaka og innflutning matvæla og hjálpargagna til þeirra milljóna Jemena sem búa við sáran skort vegna styrjaldarinnar í landinu.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV