Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vonandi hægt að opna veginn á fjórða tímanum

27.12.2018 - 14:44
Mynd með færslu
 Mynd:
Vonast er til að hægt verði að opna fyrir umferð um brúna yfir Núpsvötn mlli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Toyota Land Cruiser fór fram af brúnni á tíunda tímanum í morgun með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust alvarlega.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að hífa bílinn, sem var af tegundinni Toyota Land Cruiser, upp á veg og flytja hann í framhaldinu á Selfoss. Þar verða lík tveggja sem létust klippt úr bílflakinu.  

Hátt í 30 björgunarmenn komu á vettvang eftir að slysið varð í morgun og var kallað út sjúkralið víðsvegar að af Suðurlandi. Þeim sem tóku þátt í aðgerðunum gefst kostur á að fá áfallahjálp.