Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vona að framleiðsla 737 MAX hefjist í maí

25.03.2020 - 01:40
epa08175509 (FILE) - A Boeing 737 Max is on display at the Farnborough International Airshow (FIA2018), in Farnborough, Britain, 17 July 2018 (reissued 29 January 2020). Boeing on 29 January 2020 published their full year and 4th quarter 2019 results saying they suffered 636 million USD losses, its first full-year loss since 1997. Boeing also said they expect the costs related to the crisis of grounding their new 737 Max passenger planes to continue to climb.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA-
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að hefja framleiðslu 737 MAX véla sinna að nýju í maí. Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar voru stjórnendur Boeing búnir að biðja framleiðendur íhluta um að vera reiðubúna að senda þá til Boeing í næsta mánuði. Kórónuveirufaraldurinn sem ríður nú yfir heimsbyggðina seinkaði þeim fyrirætlunum hins vegar um einn mánuð að sögn Reuters. 

Haft er eftir Greg Smith, fjármálastjóra Boeing, að ferlið verði mjög hægt. Það verði í forgangi fyrirtækisins að færa viðskiptavinum flugflota sinn aftur, og framleiðsla verði í takt við pantanir sem voru gerðar áður en 737 MAX vélarnar voru kyrrsettar í fyrra. Boeing á enn eftir að fá leyfi fyrir vélunum á ný eftir kyrrsetninguna. Allar 737 MAX flugvélar voru innkallaðar eftir tvö flugslys með skömmu millibili þar sem nærri 350 létu lífið.

COVID-19 faraldurinn hefur einnig haft bein áhrif á framleiðslu Boeing. Frá og með deginum í dag verður framleiðsla fyrirtækisins í Washington-ríki stöðvuð tímabundið til þess að minnka hættuna á útbreiðslu sjúkdómsins. Tugir tilfella hafa greinst meðal starfsmanna í verksmiðjum fyrirtækisins í Seattle og einn látið lífið. Þá vonast fyrirtækið eftir 60 milljarða bandaríkjadala ríkisaðstoð til þess að styrkja fjárhag fyrirtækisins.