Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vök víkkar út hljóðheiminn

Mynd: RÚV / RÚV

Vök víkkar út hljóðheiminn

08.04.2019 - 12:58

Höfundar

Aðdáendahópur hljómsveitarinnar Vakar hefur vaxið jafnt og þétt, ekki síst utan landssteinanna, frá því að hún vann í Músíktilraunum fyrir sex árum. Á dögunum hélt hún útgáfutónleika í tilefni af nýrri plötu sem nefnist In the dark.

Vök var stofnuð gagngert til að taka þátt í Músíktilraunum árið 2013 og fagnar því sex ára afmæli nú um mundir, sem Margréti Rós Magnúsdóttur söngkonu finnst „frekar hellað“. „Við enduðum á að vinna keppnina og þurftum þess vegna að búa til meiri tónlist svo við gætum spilað á fleiri giggum. Þannig að þetta vatt þetta upp á sig og hefur verið vegur upp á við síðan það.“ Nýja platan, In the dark, hefur mælst vel fyrir. „Við höfum rosalega góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir Einar Hrafn Stefánsson. „Það er mikið streymt af þessum nýju lögum og undirtektirnar hafa verið mjög góðar.“

Stillur úr innslagi Menningarinnar um Vök.
 Mynd: RÚV

„Sérstaklega hér heima,“ bætir við Margrét við. „Við höfum ekki fundið fyrir svona, mig langar ekki að segja hæpi, en samt; fólk hér heima hefur verið að segja ég fíla þetta stöff miklu meira heldur en gamla stöffið ykkar.“ Þrátt fyrir dimman undirtón í titlinum er léttara yfir lögum sveitarinnar á nýju plötunni.

Stillur úr innslagi Menningarinnar um Vök.
 Mynd: RÚV

„Við gerðum plötuna í London og það var mjög mikil hitabylgja og sól og það spilaði mikið inn í. Platan átti að heita The Island og vera með trópikal stemningu. Væbið er því aðeins jákvæðara þótt textarnir séu ekki endilega jákvæðari.“

Fjallað var í Menningunni. Horfa má innslagið hér að ofan.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Geturðu plöggað okkur í Vikuna?“

Menntamál

Yngsti vinningshafi Nótunnar frá upphafi

Tónlist

Einkennislag níunda áratugarins

Klassísk tónlist

Elísabet með röddina varð ungamamma söngvara