Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vita hvar tunglfarið hrapaði

08.09.2019 - 20:07
epa07823682 A video on Chandrayaan 2 India's Moon mission is projected on the LED wall at the media centre at Indian Space Research Organization (ISRO) Telemetry Tracking and Command Network (ISTRAC) Command Centre in Bangalore, India, 06 September 2019. India's spacecraft Vikram lander is expected to touchdown the lunar South Pole region on the moon. Lunar rover named Pragyan will collect samples that will help the scientists to better understand about the origin and evolution on the moon and will make India fourth nation after US, Russia and China, to land a spacecraft on the Moon.  EPA-EFE/JAGADEESH NV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Indverska geimvísindastofnunin segist vita hvar tunglfarið Chandrayaan-2 brotlenti á tunglinu. Lending geimfarsins misheppnaðist á föstudag, auk þess sem samband við stjórnstöð á jörðu slitnaði skömmu fyrir lendinguna. Stofnunin vonast til þess að ná sambandi við hana að nýju.

Al Jazeera hefur eftir Kailasavadivoo Sivan, stjórnarmanns í indversku geimvísindastofnuninni, að myndavélar á geimflaug sem flýgur á braut um tunglið hafi fundið tunglfarið í dag. 

Indverjar vonuðust til þess að komast í þröngan hóp ríkja sem hafa náð að lenda geimfari á tunglinu. Tunglfarið átti að skilja eftir könnunarfar á suðurpól tunglsins, og halda þar áfram rannsókn á vatni sem talið er að þar sé að finna. Aðflugið leit vel út þar til farið var tveimur kílómetrum frá yfirborði tungslins. Þá slitnaði sambandið og farið hrapaði. Forsætisráðherrann Narendra Modi var inni í stjórnstöðinni þegar farið átti að lenda. Í stað þess að stýra fögnuði, tók Modi utan um mennina við stjórntækin og huggaði þá.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV