Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Vissi bara hvað átti að gera

24.02.2012 - 16:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Unga stúlkan sem bjargaði barni frá drukknun í gær segist hafa verið mjög brugðið þegar hún fann barnið í vatninu en þó verið viss um hvernig bregðast ætti við. Aníka Mjöll Júlíusdóttir tíu ára var á sundæfingu Sundmiðstöðinni í Reykjanesbæ þegar hún kom barninu til bjargar.

„Mér brá rosalega mikið, ég hélt að þetta væri dúkka. Ég þurfti að slá pínu í bakið á því, mjög laust, þá fór hún að hósta og svo fór hún að gráta. Ég er að fara að eignast lítið systkini bráðum þannig að ég veit alveg hvað á að gera. Ég hugsaði ekkert, ég bara vissi hvað ég átti að gera.“