Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Vísindatónleikar Ævars

Mynd með færslu
 Mynd: Sinfóníuhljómsveit Íslands

Vísindatónleikar Ævars

13.05.2016 - 11:33

Höfundar

Á annan í hvítasunnu kl. 16.05 verður útvarpað hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Ævars vísindamanns sem fram fóru í Eldborgarsal Hörpu 6. febrúar sl.

Farið er í spennandi ferðalag þar sem Ævar vísindamaður kynnir ýmsar uppgötvanir mannsandans og tækniframfarir í sinfónískum vísindatrylli þar sem flutt er glæsileg tónlist úr himningeimnum, tölvuleikjum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eftir John Williams, Heitor-villa Lobos, Leroy Anderson, Koji Kondo, Jóhann Jóhannsson ofl.

Stjórnandi er Bernharður Wilkinson og kynnir er Ævar Þór Benediktsson.