Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Vísindaskólinn í fullum gangi á Akureyri

23.06.2016 - 11:01
Mynd með færslu
 Mynd: UNAK
85 börn á aldrinum 11-13 ára taka nú þátt í Vísindaskóla unga fólksins við Háskólann á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem skólinn er haldinn.

Markmið Vísindaskólans er að bjóða upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. Í skólanum fá ungmennin að kynnast fimm þemum sem endurspegla fjölbreytt námsframboð Háskólans á Akureyri. Það eru kennarar HA og nemendur á lokastigi sem annast kennsluna en skólanum lýkur föstudaginn 24.júní með formlegri brautskráningu ungmennanna frá skólnaum.

 

Snæfríður Ingadóttir