
Vísindamenn áhyggjusamir í Bandaríkjunum
Skýrslan gengur í berhögg við fyrri yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar, með Donald Trump í fararbroddi. Trump og nokkrir ráðherrar í stjórn hans hafa lýst yfir efa sínum um að loftslagsbreytingar séu mannavöldum. Erftitt sé að spá fyrir um áhrif hnattrænnar hlýnunar. Er þess nú beðið að Bandaríkjastjórn gefi leyfi fyrir því að skýrslan verði birt. Vísindamaðurinn sem lýsti áhyggjum sínum við New York Times kom fram undir nafnleynd.
Þá segir einnig í skýrslunni að þótt mannkynið hætti í dag öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda muni meðalhiti hækka um 0,3 gráður á þessari öld. Lítill munur á meðalhita í andrúmslofti jarðar geti haft mikil áhrif á veðurfar og eru hitabylgjur, slagveður og eyðing kóralrifa nefnd sem dæmi um afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Allir hlutar Bandaríkjanna voru teknir fyrir og niðurstaðan sú að alls staðar gætti áhrifa loftslagsbreytinga.
Er þetta fyrsta skýrsla af þessu tagi sem unnin er undir stjórn Donalds Trumps og munu vísindamenn fylgjast grannt með viðbrögðum Bandaríkjastjórnar, er haft eftir prófessor í jarðvísindum og alþjóðasamskiptum. Skýrslan er hluti af loftslagsmati sem unnið er á fjögurra ára fresti í umboði Bandaríkjaþings. Hún hefur ekki verið gerð opinber í Bandaríkjunum en uppkast af skýrslunni barst ritsjórn New York Times.