Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Virkni ekki verið vísindalega sönnuð

04.03.2015 - 20:00
Svanur Sigurbjörnsson lyflæknir í viðtali í Kastljósi kvöldsins. Mynd: RÚV - Mynd: RÚV / RÚV
Virkni þeirra meðferða sem boðið er upp á á markaðinum sem þrífst utan hinnar almennu heilbrigðisþjónustu hefur almennt ekki verið verið vísindalega sönnuð. Þetta kemur meðal annars fram í úttekt sem Svanur Sigurbjörnsson lyflæknir vann fyrir nokkru undir heitinu Hjálækningar, kukl og heilsusvindl.

Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss í gærkvöld um snákaolíusölumenn sem bjóða veiku fólki ýmiss konar óhefðbundnar lækningameðferðir, forvitnaðist Kastljós frekar um þennan stóra markað sem þrífst utan hinnar almennu heilbrigðisþjónustu. Í úttekt Svans kemur fram að mjög fáar þessara aðferða teljast gagnreyndar. Það þýðir að virkni þeirra er almennt ekki vísindalega sönnuð.  Eyrnakerti, geimverulæknar, englameðferð og skírlífisber falla sannarleg ekki í gagnreynda flokkinn, en eru meðal þeirra fjölmörgu meðferða sem hafa verið í boði.