Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Vinir Ástu stofna Ástusjóð

22.07.2014 - 01:09
Mynd með færslu
 Mynd:
Vinir Ástu Stefánsdóttur, 35 ára lögfræðings sem fannst látin í Bleiksárgljúfri 15. júlí síðastliðinn, hafa stofnað Ástusjóð.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja Landsbjörg og vinna að hugðarefnum Ástu sem voru meðal annars umhverfisréttur, refsiréttur, réttarfar og mannréttindalöggjöf. Auk þess hafði hún brennandi áhuga á jafnréttis- og menningarmálum. Í fréttatilkynningu frá vinum Ástu segir jafnframt að þeir ásamt fjölskyldu hennar vilji koma á framfæri ævarandi þakklæti vegna starfa björgunarsveita og lögreglu eftir hvarf hennar. 

10. júní hófst leit að Ástu og sambýliskonu hennar, Pino Becerra Bolanos, en sú síðarnefnda fannst látin um kvöldið þann dag í Bleiksárgljúfri. 

Sjóðurinn verður formlega stofnaður 25. júlí.