Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Vill svör um Hús íslenskra fræða

Mynd með færslu
 Mynd:

Vill svör um Hús íslenskra fræða

14.11.2013 - 16:00
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir svörum frá Illuga Gunnarssyni, mennta-og menningamálaráðherra, um hvað það kosti að fylla í grunninn og ganga frá lóð þar sem Hús íslenskra fræða átti að rísa.

Þegar hefur verið grafið fyrir húsgrunni við Þjóðarbókhlöðuna og Hótel Sögu fyrir Hús íslenskra fræða. Ríkið ætlaði að verja um 800 milljónum í framkvæmdirnar en upphæðin var slegin af í nýjum fjárlögum.

Í fyrirspurn sinni óskar Helgi eftir svörum við því frá ráðherra hver heildarkostnaður við undirbúning og framkvæmdir sé orðinn, hvað það kosti að fylla í grunninn og ganga frá lóðinni og hvað sé áætlað að greiða þurfi lægstbjóðanda í bætur verði ekki af verkinu.

Þá spyr Helgi hvort ríkisstjórnin sé reiðubúin til að endurskoða áform um stöðvun verksins ef Háskóli Íslands leggi fram sinn hluti í framkvæmdinni fyrr en áætlað var.