Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Vill snúa frá einkarekstri í heilbrigðismálum

Mynd: RÚV / RÚV
Heilbrigðiskerfið hefur verið markaðsvætt í auknum mæli og fjármunir hafa fyrir vikið nýst verr segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar. Flokkurinn vill félagsvæða fjármálakerfið til að byggja upp alla innviði samfélagsins. 

Þorvaldur segir að markaðsvæðing innviða samfélagsins hafi farið vaxandi  undanfarna áratugi. „Og það hefur þýtt það, þvert á það sem margir halda fram að skattar hafa hækkað á almenning. En samt hefur velferðin verið á undanhaldi og það er vegna þess að fjármálakerfið tekur meira og meira til sín út úr raunhagkerfinu. Það kemur niður á almenningi, það verður minna eftir af peningum hjá þeim, minna af peningum fyrir samfélagið sem heild að sækja“.

Alþýðufylkingin vill vinda ofan af markaðs- og einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og telur að það leiði af sér stórfelldan sparnað. Í þættinum sem sjá má hér að neðan er farið vítt og breytt yfir stefnumál Alþýðufylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosningar. 

 

 

Mynd: RÚV / RÚV
Heiðar Örn Sigurfinnsson
Fréttastofa RÚV