Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Vill samstarf á vinstri vængnum

Mynd: RUV / RUV
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það hafi komið fram rík krafa í kosningunum um fjölbreytni og því sé ástæða til að fleiri flokkar sitji í ríkisstjórn en áður. Hún segir stöðuna flókna. Engar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafi átt sér stað en flokkurinn eigi minnsta samleið með Sjálfstæðisflokknum.

Katrín segir að fimm flokka stjórn með Viðreisn komi vel til greina og það væri á einhvern hátt svar við kröfu kjósenda um fjölbreytni. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV