Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Vill lyfta grasrót kirkjunnar

31.01.2012 - 17:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Um allt land er unnið af krafti í söfnuðum kirkjunnar. Þó að stofnunin Þjóðkirkjan sé kannski í kreppu, þá er fólkið sem vinnur í grasrótinni það ekki segir Þórhallur Heimisson, sem býður sig fram til biskups. Hann vill lyfta því sem hann kallar grasrótarkirkju.

Þórhallur hefur verið prestur í Hafnarfirði frá því 1996. Hann vígðist til prestsþjónustu í Langholtskirkju 1989, starfaði í sænsku kirkjunni um skeið og hefur haldið fjölda námskeiða af ýmsu tagi, sérstaklega hjóna- og sambúðarnámskeið. Í því námskeiðahaldi segist Þórhallur hafa kynnst fjölda fólks og orðið vitni að því öfluga starfi sem unnið sé í söfnuðum út um allt. Hann lítur ekki svo á að kirkjan sé í kreppu, þó svo að stofnunin sjálf sé það kannski að einverju leyti. Það öflugafólk sem vinni kirkju sinni og söfnuði vel sé ekki í kreppu. Því starfi vill hann lyfta og að biskup Íslands geti hljómað með þeirri sterku heild. 

Til þess verði biskup að vera andlegur leiðtogi í stað þess að vera hlaðinn verkefnum framkvæmdastjóra. Til þeirra verka telur Þórhallur að  mæti nýta betur vígslubiskupa og prófasta út um landið. Þórhallur er sá sjötti sem býður sig fram í biskupskjöri í mars. Þegar hafa þau Agnes M. Sigurðardóttir,  Kristján Valur Ingólfsson, Sigríður Guðmarsdóttir, Þórir Jökull Þorsteinsson og Sigurður Árni Þórðarson gefið kost á sér.