Vill hluta Kútter Sigurfara í sundur

08.02.2014 - 11:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Stjórn Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi vill hluta Kútter Sigurfara í sundur og koma heillegum hlutum hans í forvörslu og geymslu uns hægt er að fjármagna endurbyggingu hans.

Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar frá síðasta fundi. Þar segir að Byggðasafnið hafi fengið fimm milljóna króna styrk frá forsætisráðuneytinu. Þann styrk á að nota til veðgerðar á Kútter Sigurfara til að gera hann aðgengilegan og koma í veg fyrir frekari skemmdir. Kútter Sigurfari er eina þilskipið sem varðveitt er á Íslandi. Það var gert upp á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en hefur lengið undir skemmdum á sýningarsvæðinu á Akranesi síðustu ár.

Verkfræðistofa reiknaði það út fyrir stjórn Byggðasafnsins árið 2012 að kostnaður við að byggja bráðabirgðahúsnæði yfir kútterinn næmi 113 milljónum króna.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi