Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Vill gögn um Trump frá Deutsche Bank

epa06306227 US President Donald J. Trump (L) respond to a question from the news media as First Lady Melania Trump (R) listens prior to boarding Marine One on the South Lawn of the White House in Washington, DC, USA, 03 November 2017. President Trump is
Donald Trump ræðir við fréttamenn fyrir brottförina til Austurlanda fjær. Mynd: EPA-EFE - EPA
Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur farið fram á að Deutsche Bank afhendi rannsóknarteymi sínu gögn um reikninga Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Mueller rannsakar möguleg tengsl Trumps við Rússa og afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þýska fjármáladagblaðið Handelsblatt og Reuters-fréttastofan skýrðu frá þessu í dag.

Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að með þessu beini Mueller spjótum sínum beint að forsetanum sjálfum en hingað til hafi rannsóknin mest beinst að samstarfsfólki Trumps. Deutsche Bank kom Trump veldinu til bjargar eftir aldamótin þegar bandarískar lánastofnanir vildu ekki lána fyrirtækjum Trumps. Bankinn hefur einnig víðtæk tengsl við rússneska fjármálamenn.