Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Vill flýta fundi vegna bréfs Umboðsmanns

31.07.2014 - 19:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Píata hefur farið fram á að fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis verði flýtt, en til stendur að halda hann eftir um þrjár vikur. Hún segir við fréttastofu að í ljósi bréfs Umboðsmanns Alþingsi til innanríkisráðherra verði nefndin að bregðast strax við

Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar efast um að það sé málinu til framdráttar að flýta fundi. Mestu skipti að nefndin sinni aðhaldshlutverki sínu og fundi áður en þing kemur saman. Innanríkisráðherra sagði í tilkynningu í gær, að hún myndi svara bréfi Umboðsmanns fyrir helgi. Fréttastofu er ókunnugt um hvort hún hefur þegar svarað því. 

Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms - og kirkjumálaráðherra, segir í pistli á vef Evrópuvaktarinnar, að öll samskipti umboðsmanns og ráðherrans hljóti að fara fram fyrir opnum tjöldum. „en ráðherrann hefur farið með löndum í opinberum yfirlýsingum til þessa vegna málsins,“ skrifar Björn. Hann telur jafnframt að ríkisssaksóknari hljóti í ljósi fyrirspurnar umboðsmanns að flýta afgreiðslu málsins af sinni hálfu.