Vill breytta orðanoktun um loftslagsmál

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. - Mynd:  / 
Brýnt er að breyta orðanotkun um loftslagsvána að mati Auðar Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar. Orðin loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar eru ekki nógu lýsandi fyrir vandann. Breski fjölmiðill Guardian boðaði á dögunum breytta orðanotkun í fréttaumfjöllun um loftslagsmál.

„Orðin bera ekki vitni um það hvað þetta er mikil neyð og hvað það er mikilvægt að við gerum eitthvað í þessu. Loftslagsbreytingar er mjög hlutlaust orð,“ sagði Auður í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 

Auður vitnaði til þáttarins Vikunnar með Gísla Marteini á dögunum þar sem Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur, stakk upp á því að frekar yrðu notuð orðin „hamfarahlýnun af mannavöldum“. „Mér finnst það langsamlega best og mest lýsandi,“ segir Auður. 

Guardian ákvað að hætta að nota orðin „global warming“ og „climate change“ tala frekar um „global heating“ og „climate crisis“. Aðalfundur Landverndar hvatti ríkisstjórnina á dögunum til þess að lýsa yfir neyðarástandi í loftsmálum. Auður segir að það jafnist á við orðin „climate crisis“ sem sé þó þjálla á ensku en íslenska orðasambandið „neyðarástand í loftslagsmálum“.

Auður kveðst telja að þessi orðanotkun hafi í fyrstu verið ákveðin af vísindamönnum í kringum 1960. Þeir séu alltaf afar hlutlausir og orðin sem notuð hafi verið undanfarin ár beri vitni um það. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi