Vill aðstoð hersins í Nýju Delí

27.02.2020 - 03:11
Erlent · Asía · Indland
epa08247214 Indian security forces patrol near the site of violent clashes between opposing political factions in eastern Delhi, New Delhi, India, 25 February 2020. According to news reports, several people have been killed in the fighting that broke out between supporters and opponents of the controversial Citizenship Amendment Act (CAA). The law, which was passed on 10 December 2019, grants a pathway to Indian citizenship to refugees from Hindu, Jain, Buddhist, Sikh, Parsi or Christian communities fleeing from Afghanistan, Bangladesh and Pakistan, but excludes those adhering to the Muslim faith.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst 24 eru látnir og yfir 200 slasaðir eftir óeirðir í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Múslimar í höfuðborginni hafa flúið heimili sín og moskur hafa verið brenndar af múg hindúa í borginni. 

Óeirðirnar hafa nú staðið yfir í fjóra daga og hafa yfir hundrað verið handteknir vegna þeirra að sögn lögreglunnar. Þeir sem hafa verið fluttir slasaðir á sjúkrahús eru ýmist með skotsár, sýrubruna, stungusár eða sárir eftir barsmíðar og grjótkast, að sögn Guardian. Nokkrir hinna látnu dóu við að stökkva úr háhýsum til að flýja æstan múg. 

Arvind Kejriwal, borgarstjóri Nýju Delí, segist hafa áhyggjur af ástandinu. Lögreglan ráði ekki við neitt þrátt fyrir mikinn viðbúnað, og óskar hann eftir því að herinn verði kallaður út. Jafnframt vill hann útgöngubann á vissum svæðum í borginni.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV