Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Vill að ESB og NATO útvegi Úkraínu vopn

29.08.2014 - 16:55
epa04318433 President of Romania Traian Basescu arrives for an informal dinner of Heads of states in Brussels, Belgium, 16 July 2014. The leaders of the European UnionÕs member states will appoint the new foreign-policy chief and the next president of the
 Mynd:
Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið verða að útvega stjórnvöldum í Kænugarði vopn til að hjálpa þeim í baráttunni gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins.

Þetta sagði Traian Basescu, forseti Rúmeníu, í dag, og kvaðst ætla að bera málið upp á leiðtogafundi Evgrópusambandsins á morgun. Yfirlýsingar um góðan ásetning dygðu ekki einar og sér.

Sendiherra Úkraínu hjá Evrópusambandinu óskaði í gær eftir aðstoð frá Evrópusambandinu bæði hernaðarlegri og tæknilegri til að stöðva aðskilnaðarsinna. Sendiherra Úkraínu hjá Atlantshafsbandalaginu óskaði einnig í dag eftir hernaðaraðstoð frá NATO, en sagðist gera sér grein fyrir því að bandalagið sendi ekki hermenn til landsins.