Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Vilja rjúfa þöggun um kynferðisofbeldi

05.06.2015 - 14:01
Mynd með færslu
 Mynd: Facebook
Fjöldi fólks hefur skipt út andlitsmynd sinni á Facebook fyrir gula eða appelsínugula mynd af teiknuðu andliti. Tilgangurinn er að vekja athygli á algengi kynferðisofbeldis og rjúfa þöggun um málefnið.

Átakið kemur í kjölfar mikillar umræðu um kynferðisbrotamál og bylgju frásagna kvenna af kynferðisofbeldi á leynilegu Facebook-síðunni Beauty tips. Umræðan hefur einnig farið fram á Twitter, m.a. undir #þöggun og #konurtala. 

Ætlunin er að fólk breyti um mynd á Facebook í eina viku, og setji appelsínugula mynd ef það hefur sjálft orðið fyrir kynferðisofbeldi, en gula mynd ef það þekkir einhvern sem hefur orðið fyrir því. Ef hvort tveggja á við, getur fólk valið aðra hvora myndina, eftir því sem það treystir sér til eða finnst viðeigandi. Einnig er fólk hvatt til að merkja myndirnar #þöggun og #outloud á ensku.

#konurtala #þöggun #outloud - Skiptum um prófílmynd í viku!Appelsínugul mynd = Ég hef orðið fyrir kynferðislegu...

Posted by Edda Ýr Garðarsdóttir on Thursday, June 4, 2015
alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV