Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Vilja nota ösku í hreyflatilraunir

23.04.2010 - 16:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Einn stærsti túrbínuframleiðandi heims hefur óskað eftir því að fá senda ösku frá Íslandi í tilraunskyni. Þýska fyrirtækið MTU smíðar túrbínur í flugvélahreyfla fyrir stærstu hreyflaframleiðendur heims, eins og General Electric og Rolls Royce. MTU hafði samband við Air Atlanta í síðustu viku og bíða sendingarinnar. MTU tekur meðal annars þátt í þróun nýrrar kynslóðar af flugvélahreyflum. Rætt er við Ketill Björnsson, yfirmaður hreyflamála hjá Air Atlanta, í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag.