Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Vilja nefna nýja hraunið Nornahraun

24.10.2014 - 13:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Stærsti skjálfti í Bárðarbungu síðasta sólarhring varð um hálfellefuleytið í morgun, fimm að stærð. Skjálftavirkni er svipuð og undanfarið og hafa mælst 160 skjálftar í Bárðarbunguöskjunni síðustu tvo daga.

Nýja hraunið í Holuhrauni er orðið 63 ferkílómetrar. Hæð virkasta gosgígsins, Baugs, er nú áttatíu metrar að hæstu brún.

Margir vilja nefna nýja hraunið Nornahraun. Nafnið vísar til svonefndra nornahára en það eru örþunnar glernálar sem myndast í eldgosum þegar kvika gýs upp. Mikið hefur sést af nornahárum á eldsstöðvunum í Holuhrauni.

Búast má við gosmengun frá Húsavík allt austur að Höfn í Hornafirði í dag.