Þingmenn VG hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þátttöku Íslendinga í björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafi. Þingmennirnir vilja stórefla þátttöku í þeim með því að varðskip verði lánað til aðgerða án endurgjalds og að gerð verði áætlun um móttöku flóttamanna af svæðinu.