Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Vilja hótel á Skagaströnd

07.02.2014 - 00:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt að leggja fimm milljónir króna í hlutafélag um hótelbyggingu á staðnum.

Starfshópur um eflingu ferðaþjónustu á Skagaströnd hefur lagt til að samið verði við arkitektastofu um að koma með hugmynd að fimmtán til tuttugu herbergja hóteli. Jafnframt á að skoða hvort skynsamlegt sé að breyta eldri húsum á staðnum í hótel, svo sem Hafnarhúsinu svokallaða eða frystihúsunum á Hólanesi.