Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Vilja hafa áfram lokað í Reykjadal

13.04.2018 - 10:30
Mynd með færslu
 Mynd: Umhverfisstofnun
Úttekt var gerð á göngustíg í Reykjadal í gær eftir að svæðið hafði verið lokað í tæpar tvær vikur. Umhverfisstofnun telur mikilvægt að svæðið verði lokað áfram næstu fjórar vikur.

Á vef sínum óskar Umhverfisstofnun eftir umsögnum hagsmunaaðila um lokunina fyrir klukkan 12:00 í dag, svo að áframhaldandi lokun geti tekið gildi á morgun, laugardaginn 14. apríl.

Göngustígnum í Reykjadal var lokað 31. mars síðastliðinn. Stígurinn og næsta umhverfi lá undir skemmdum þar sem hundruð og jafnvel þúsund ferðamenn fara um hann dag hvern. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, sagði í fréttum RÚV þann dag að ástandið hafi verið orðið mjög slæmt, raunar afleitt. Jarðvegurinn væri mjög blautur og klaki víða undir. Þarna væru því viðvarandi skemmdir enda viðkvæmasti tíminn núna, þegar vorar og frost fer úr jörðu.

Hér má sjá tilkynningu um málið á Facebook-síðu Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands: