Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Vilja banna ofbeldisfullan tölvuleik

11.11.2011 - 10:24
Mynd með færslu
 Mynd:
Foreldraráð unglingaskóla í Tromsö í Noregi vill að tölvustríðsleikurinn „Modern Warfare“ verði bannaður. Tölvuleikurinn sé mjög ofbeldisfullur og ávanabindandi fyrir þá sem spila hann.

Tölvuleikur þessi er talinn kunna að hvetja til hryðjuverka. Bent er á að norski fjöldamorðinginn Anders Breivik fullyrði að hann hafi notað tölvuleikinn til þess að æfa sig áður en hann myrti tugi ungmenna í fjöldamorðunum í Útey í júlí í sumar.