Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vilja að saksóknari víki í Gálgahraunsmáli

24.02.2014 - 10:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Verjendur þeirra níu, sem eru ákærðir fyrir að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu í mótmælum í Gálgahrauni seint á síðasta ári, kröfðust þess í morgun að saksóknari málsins, Karl Ingi Vilbergsson, yrði látinn víkja þar sem hann kynni að vera kallaður fyrir sem vitni í málinu.

Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þar kröfðust verjendur níumenningana að málinu yrði vísað frá og að saksóknari málsins yrði látinn víkja þar sem hann kynni mögulega að vera kallaður fyrir dóminn sem vitni.  Greinargerð verjandanna var lögð fram en Karl Ingi mótmælti þessari kröfu. Greinargerðin verður tekin fyrir eftir tæpan mánuð eða 24.mars. 

Mótmælendurnir tóku sér stöðu þegar framkvæmdirnar hófust í október síðastliðnum og sögðust berjast gegn náttúruspjöllum í Gálgahrauni. Lögreglumenn báru fólkið á brott og voru sumir fluttir í fangaklefa. Upphaflega voru 25 handteknir og síðar voru níu handteknir á ný.