Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vilja að hætt verði við heræfingu

Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Flokksráð Vinstri grænna samþykkti í hádeginu tillögu að ályktun um að aflýst verði fyrirhuguðum heræfingum hér á landi. Tíu ályktanir eru til umræðu á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í gær. Stefán Pálsson er fulltrúi í flokksráði Vinstri grænna.

„Það er nú kannski ekkert sérstaklega óvænt en Vinstri græn eru ekkert mjög hamingjusöm með þessar fréttir af stórfelldum heræfingum hérna sem náttúrulega leiða af aðildinni að NATO, sem við hnykkjum á að við erum á móti, að hernaðarsamningi við Bandaríkin sé sagt upp og að þessar heræfingar sem verða víða um land, meðal annars í Þjórsárdal, að þær verði blásnar af,“ segir Stefán.

Þá er einnig til umræðu ályktun um kjaramál.

„Þar er tekið undir það að ríkið hefur mikilvægu hlutverki þar að gegna t.a.m. varðandi bótakerfi. Stjórnvöld eru hvött til þess að taka tillit til láglauna- og kvennastétta sérstaklega,“ segir Stefán.