Vildi gera geimóperu en endaði á að gera Star Wars

Mynd með færslu
 Mynd: Lucasfilm

Vildi gera geimóperu en endaði á að gera Star Wars

15.11.2019 - 13:27
Áður en George Lucas gerði Star Wars hafði hann fyrir gert kvikmyndirnar THX 1138 og American Graffiti. Hann langaði svo að gera kvikmynd út frá geimóperunni Flash Gordon en fékk ekki tilskilin leyfi, eftir að hafa lesið sögurnar sem innblésu þá óperu varð handritið á Star Wars: A New Hope.

Þeir framleiðendur sem höfðu starfað við myndina og meira að segja George Lucas sjálfur, höfðu litla trú á myndinni og gerðu ráð fyrir að hún myndi ekki græða eina einustu krónu. Þegar hún kom út árið 1977 fékk hún hins vegar framúrskarandi viðtökur, sló öll sölumet, þótti byltingarkennd meðal áhorfenda og var tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna. Það er í þessari mynd sem Loga Geimgengil, Hans Óla og Lilju bregður fyrir í fyrsta sinn þegar þau bjarga Vetrarbrautinni frá hinu illa Veldi.

Í fjórða þætti af Hans Óli skaut fyrst rýnir Geir Finnsson í þessa klassísku mynd með Berglindi Hrefnu Sigurþórsdóttur, tölvunarfræðinema og Starra Reynissyni, bóksala og stjórnmálafræðinema.

Í tilefni þess að níunda og síðasta kvikmyndin í Star Wars sögu Skywalker-fjölskyldunnar verður frumsýnd í desember sest stjörnustríðs nördinn Geir Finnsson niður með öðrum aðdáendum myndanna og kryfur þær í níu þátta hlaðvarpsseríu. Þú getur hlustað á annan kafla hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Yoda er bara Regina George úr Mean Girls

Kvikmyndir

Útpæld pólitík en átakanleg ástarsaga

Kvikmyndir

Jar Jar Binks eldist ekki sérstaklega vel