Vilborg kemur til landsins í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd:

Vilborg kemur til landsins í kvöld

27.01.2013 - 14:31
Suðurpólsfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir kemur til landsins seint í kvöld eftir tæplega þriggja mánaða leiðangur á syðsta punkt jarðar, en þangað gekk hún fyrst íslenska kvenna. Vilborg gekk í 60 daga ein um Suðurskautslandið og komst á pólinn 17. janúar.

Hún hefur dvalið í Síle undanfarna daga. Með göngunni safnaði Vilborg áheitum fyrir Líf styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans. Rúmar ellefu milljónir króna hafa safnast. Styrktarfélagið mun standa fyrir móttökuhátíð fyrir Vilborgu að viku liðinni í Hörpu. Þar verður almenningi boðið að fagna, heilsa upp á Vilborgu og skoða búnaðinn hennar.

Tengdar fréttir

Mannlíf

Vilborg bæði glöð og döpur - viðtal